Karellen
news

Íþrótta og hjóladagur

17. 05. 2023

Í dag var íþrótta og hjóladagur. Byrjað var á skólahlaupi þar sem hlaupin var hringur í garðinum. 2ja ára börnin hlupu 2. hringi, 3ja ára hlupu 3. o.s.frv. Börnunum var síðan skipt í litla hópa sem fóru á milli íþrótta/leik stöðva m.a. dansstöð, fallhlífarstöð, leikstöð og fleira. Hjólastöðin var svo á bílastæðinu fyrir framan skólann en börnin komu með hjólin sín með í leikskólann. Frábær dagur.

© 2016 - 2023 Karellen