Karellen

Slys

Í barnahópi geta alltaf orðið óhöpp eða slys. Ef slíkt kemur fyrir er strax haft samband við forelda og farið með barnið á slysadeild ef þörf er talin á því. Þurfi kennarar eða foreldrar að fara með barn á slysadeild af leikskólanum greiðir leikskólinn fyrir fyrstu heimsókn en síðan foreldraref þörf er á frekari meðferð. Öll leikskólabörn eru tryggð á opnunartíma leikskólans og í ferðalögum á vegum skólans.


Veikindi og önnur fjarvera

Foreldar eru beðnir um að tilkynna veikindi eða önnur forföll í síma 591 9300. Leikskólar eru ætlaðir frískum börnum. Veikist barnið skal það dvelja heima þar til það er tilbúið til að taka þátt í öllu starfi leikskólans jafnt úti sem inni. Í undantekningartilvikum getur barnið fengið að vera inni í 1-2 daga eftir veikindi. Með undantekningartilvikum er átt við langvarandi eða síendurtekin veikindi


Lyfjagjafir

Ef börn þurfa lyf meðan þau dvelja í leikskólanum þurfa foreldrar að koma með vottorð frá læki um að lyfjagjöf sé nauðsynleg. Ef lyfjagjöf er nauðsynleg þurfa foreldrar að afhenda deildarstjóra lyfið og þarf hann að kvitta fyrir móttöku þess.

© 2016 - 2023 Karellen