Karellen

Afmælisfögnuður

Á haustönn 2017 var tekin ákvörðun í ljósi umræðu á fundum með foreldrum sem haldnir voru í lok ágúst að kennarar í samráði við börnin sjái alfarið um afmæli sem haldin eru í leikskólanum. M.ö.o. foreldar koma ekki með veitingar fyrir börnin eins og verið hefur. Afmælið verður með hefðbundnum hætti, afmælisbarnið fær sína kórónu og situr í sínu hásæti. Börnin syngja til afmælisbarnsins og í framhaldi verður annað hvort poppveisla, ávaxtaveisla eða saltstangaveisla, allt eftir óskum afmælisbarnsins.

© 2016 - 2024 Karellen