Karellen

Einkunnarorðin, gleði, leikur, nám

Einkunnarorð okkar eru gleði, leikur, nám og fléttast inn í alla starfs- og kennsluhætti. Í leikskólanum mynda hugtökin uppeldi, umönnun og menntun eina heild um námssvið leikskóla. Leiðarljós okkar byggir á jákvæðum samskiptum, gleði, ábyrgð, virðingu og vináttu. Leitast er við að gefa öllum börnum tækifæri til að njóta bernsku sinnar í leik og starfi og stuðla þannig að glöðum, sterkum og ábyrgum einstaklingum. Öll samskipti í skólasamfélaginu felast í því að hver og einn fái haldið virðingu og reisn. Gleði og góðar minningar speglist í huga barnsins nú og til framtíðar.

Hér í þessu pdf skjali má sjá hvernig einkunnarorðin okkar, leikur, gleði nám hríslast inn í öll námssviðin© 2016 - 2024 Karellen