Karellen

Fatnaður

Mikilvægt er að fatnaðurinn sem börnin eru í sé þægilegur, taki mið af því starfi sem á sér stað í leikskólanum og hefti þau ekki í leik og starfi. Einnig er gott að vera með aukaföt í töskunni sem hægt er að grípa til ef óhöpp verða.

Þá er vert að geta þess að veðrið á okkar blessaða landi breytist ört og því er mikilvægt að taka með í leikskólann fatnað sem tekur mið af því veðri sem gera má ráð fyrir yfir daginn.

Mikilvægast er þó að foreldrarnir geri sér grein fyrir því hvaða klæðnaður hentar þeirra barni best í ljósi veðurs og annarra ástæðna og komi þá með þann fatnað sem barnið þarfnast eða þeir vilja láta barnið klæðast yfir daginn.

Munið kæru foreldra að merkja allan fatnað. Það eru meiri líkur á að merktur fatnaður sem týnist komist til skila en ómerktur.

© 2016 - 2024 Karellen