Karellen

Sérfræðiþjónusta Fræðslu-og mennigarsviðs Garðabæjar

Samkvæmt 21. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber sveitarfélögum að reka ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu fyrir leikskóla.

Sérfræðiþjónusta leikskóla skóladeildar Garðabæjar sinnir frumathugun vegna einstakra barna og veitir ráðgjöf til foreldra og starfsmanna leikskóla. Starfshættir sérfræðiþjónustu leikskóla skóladeilda rmótast af heildarsýn á barnið og aðstæður þess. Á grunvelli athugana og greiningar er veitt ráðgjöf og vísað á viðeigandi úrræði.

Starsmenn sérfræðiþjónustunnar eru talmeinafræðingur, sálfærðingur og sérkennslufulltrúi leikskóla

Náið samstarf er við heilsugæsluna í Garðabæ. Sérfærðiþjónustan getur vísað foreldrum með barn sitt til barnalæknis heilsugæslunnar sé talin þörf á því. Sérfræðiþjónustan getur óskað eftir því að læknar heilsugæslunnar fylli út beiðni um iðjuþjálfun, talþjálfun og sjúkraþjálfun. Málefni einstakra barna eru rædd á sameiginlegum fundum sérfræðiþjónustu leikskóla og heilsugæslu Garðabæjar. Starfsmen sérfræðiþjónustu leikskóla eru í samvinnu við fjölskyldusvið Garðabæjar.

Starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu varðandi heilsufarsupplýsingar og aðrar persónulegar upplýsingar sem þeir fá við stöf sín. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Við athugun eru teknar myndbands- og hljóðupptökur. Upptökur þessar eru eingöngu nýttar af starsmönnum sérfærðiþjónustunnar og viðkomandi leikskóla. Ef nauðsynlegt þykir að senda upptökur til annarra greingaraðila er leitað eftir skriflegu leyfi foreldra/ forráðamanna.

Foreldrar/forráðamenn hafa aðgang að persónulegum upplýsingum er varðar börn þeirra og eru í vörslu starfsmanna sérfræðiþjónustu og viðkomandi leikskóla. Farið er með allar slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál (lög um persónuvernd nr. 77/2000). Sérfræðiþjónusta leikskóla skóladeildar Garðabæjar starfar einnig samkvæmt barnaverndarlögum. Tilkynningarskylda samkvæmt 17.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfstétta.

© 2016 - 2024 Karellen