Frábær útskriftarferð í Fjölskyldu og húsdýragarðinn í dag. Leikið, grillað og notið í góða veðrinu í allan dag.
...Í vetur hafa börnin í gula hóp unnið með Karnival dýranna í tónlist hjá Önnu Maríu. Í dag héldu þau sýningu fyrir börn og starfsfólk í sal. Anna María var sögumaður og sýndu börnin dýrin sín öll í takt við dásamlegu músikina.
...Í dag var íþrótta og hjóladagur. Byrjað var á skólahlaupi þar sem hlaupin var hringur í garðinum. 2ja ára börnin hlupu 2. hringi, 3ja ára hlupu 3. o.s.frv. Börnunum var síðan skipt í litla hópa sem fóru á milli íþrótta/leik stöðva m.a. dansstöð, fallhlífarstöð, leik...
Í dag fóru elstu börnin með strætó í Hörpuna og hlustuðu á flutning Sinfóníunnar á Tobba túpu og Pétur og úlfurinn. Halldóra Geirharðsdóttir var sögumaður.
Ferðin gekk vel.
...Kórinn var beðinn að syngja í Sveinatungu við setningu Ráðstefnu um farsæld barna 17 apríl s.l. Kórinn stóð sig vel að vanda undir stjórn Önnu Maríu og Evu.
...Alltaf gaman að fara í göngu og líka í svona góðu veðri. Margt að hugsa: ganga í röð og fara yfir umferðargötu. Skoða ýmislegt í nærumhverfi leikskólans og sáum meira að segja lóur.
...Í vinastundum á Víðiseli er unnið með Blæ og vináttuspjöldin. Börnin skoða spjöldin, virða fyrir sér hvað er að gerast á myndunum, reyna að setja sig í spor og átta sig á líðan þeirra sem er á myndunum. Svo er dansað og auðvitað fær Blær að vera með.
Börnunum í gula hóp var boðið upp á umferðarfræðslu hér í leikskólanum í dag. Það er Samgöngustofa sem heldur úti umferðarskóla, en kennarar leikskólans sjá um að skila fræðslunni til barnanna.
Við fengum góða gjöf frá foreldrum Yngva sem er nemandi á Hæðarbóli. Rob og Helga færðu okkur heilt brúðuleikhús sem Rob hannaði og smíðaði. Halli leikskólakennari rann á vaðið og vígði leikhúsið og færði börnunum brúðuleikrit. Hugsunin er síðan sú að börnin b...
Birte leikskólakennara á Aðalþingi í Kópavogi heldur úti síðunni Börn og tónlist. Birte biðlaði til okkar um að kynna Barnakór Hæðarbóls á síðunni með því að taka upp lagið Vorið okkar sem er samið af börnum Hæðarbóls (fyrir nokkrum árum) og Evu sérkennslustjóra...