Karellen

Mannauður

Hlutverk leikskólakennara er að vera leiðandi í mótun umönnunar-, uppeldis- og menntastarfsins, fylgjast með nýjungum og miðla þekkingu. Kennarar eiga að vera góðar fyrirmyndir og sjá til þess að hvert barn sé virt að verðleikum og að námsumhverfið sé skipulagt á þann veg að börn fái notið bernsku sinnar.Leikskólakennarar með deildarstjórn bera ábyrgð á innviðum deildarinnar og foreldrasamvinnu auk þess að vera leiðandi í mótun umönnunar-, uppeldis- og menntastarfsins, fylgjast með nýjungum og miðla þekkingu.Allir kennarar leikskólans eru bundnir þagnarskyldu og þær upplýsingar sem þeir fá um barnið og fjölskyldu þess er trúnaðarmál. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.

Hér neðar má sjá kennara og annað starfsfólk leikskólans
staff
Agnes Kragh
Leikskólaleiðbeinandi
Víðisel
Agnes hóf störf í leikskólanum í ágúst 2016 og kennir á yngstu deild. Agnes útskrifaðist sem stuðningsfulltrúi frá Borgarholtsskóla árið 2003. Hún hefur langa reynslu af vinnu með börnum, fyrst sem dagmamma og síðan stuðningsfulltrúi í grunnskóla.
staff
Anna Kristborg Svanlaugsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri
Stjórnun, Furusel, Víðisel, Birkisel
Anna hóf kennslu við leikskólann í september 1994 sem leiðbeinandi. Hún útskrifaðist með B-Ed í leikskólakennarafræðum árið 2000. Anna er verkefnisstjóri yfir verkefninu um Vináttuna, forvarnarverkefni Barnaheilla um einelti í leikskóla. Hún tók við starfi aðstoðarleikskólastjóra í júní 2019
staff
Anna María Sigurjónsdóttir
Leikskólakennari
Víðisel
Anna María hóf kennslu við leikskólann í ágúst 2012. Anna María er leikskólakennari á yngstu deild. Hún úskrifaðist með B-Ed gráðu í leikskólakennarafræðum árið 2001. Hún er verkefnisstjóri í tónlistaruppeldi við leikskólann.
staff
Ágústa Kristmundsdóttir
Leikskólakennari
Furusel, Víðisel, Birkisel
staff
Ása Nishanthi Magnúsdóttir
sérkennsla
Birkisel
staff
Ásdís Arnarsdóttir
Leikskólaleiðbeinandi
Víðisel
staff
Bryndís Jónasdóttir
Deildarstjóri
Furusel
staff
Elín Ósk Jónasdóttir
Leikskólaleiðbeinandi B
Birkisel
Elín Ósk hóf störf á Hæðarbóli í mars 2020. Hún er stúdent frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Elín Ósk hefur unnið í leikskólum með námi frá 2013.
staff
Haraldur Axel Haraldsson
Leikskólakennari
Furusel
Haraldur hefur lokið meistaraprófi í leikskólakennarafræðum og hóf störf hjá okkur 9. nóvember 2021.
staff
Hekla Guðrún Jóhannesdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Birkisel
staff
Helga Gunnarsdóttir
Háskólamenntaður starfsmaður
Furusel
Helga hóf störf á Hæðarbóli 15 nóvember 2021 og mun starfa á Birkisel.
staff
Jie Wang
Matráður
Eldhús
Jie Wang byrjaði sem aðstoðarmaður í eldhúsi í ágúst 2017 og hefur leyst af sem matráður af og til þar til hún tók við starfi matráðs í júní 2020.
staff
Jóna Rósa Stefánsdóttir
Leikskólastjóri
Stjórnun
Jóna Rósa vann á Hæðarbóli frá árinu 2000 - 2012. Hún útskrifaðist með B-Ed í leikskólakennararfræðum vorið 2004. Jóna Rósa tók við starfi leikskólastjóra á Hæðarbóli í ágúst 2020 en hún útskrifaðist með mastersgráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst í júní 2020.
staff
Ósk Fossdal
Leikskólakennari
Furusel
Ósk hóf kennslu við leikskólann þegar leikskólinn opnaði 1990. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1991 og með B-Ed gráðu í leikskólafræðum árið 2007. Hún hefur gengt flestum störfum innan leikskólans og í dag er hún verkefnisstjóri í bernskulæsi.
staff
Ragnheiður Eva Birgisdóttir
Sérkennslustjóri
Stjórnun
Eva hóf kennslu við leikskólann í ágúst 1992. Hún er þroskaþjálfi og útskrifaðist úr Þroskaþjálfaskóla Íslands 1985. Eva er sérkennslustjóri við leikskólann.
staff
Sinisa Pavlovic
Leikskólakennari
Birkisel
Sinisa hóf störf á leikskólanum í apríl 2019. Sinisa er leikskólakennari og útskrifaðist 1986. Hann er Serbneskur og kom til Íslands 1995 og hefur unnið margvísleg störf meðan hann var að koma sér inn í íslenskt samfélag. Frá 1999 hefur hann starfað að mestu sem leikskólakennari. Í dag er hann verkefnisstjóri í vísindum og útikennslu.
staff
Steinunn Dröfn Ingibjörnsdóttir
Deildastjóri
Birkisel
Steinunn hóf störf við leikskólann í september 2019. Hún útskrifaðist með B-Ed gráðu í leikskólakennarafærðum árið 2001 KHÍ og Dipl. Ed gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á nám og kennslu ungra barna árið 2007. Frá því að Steinunn útskrifaðist sem leikskólakennari hefur hún gengt flestum störfum innan leikskólans. Í dag er hún verkefnisstjóri yfir stærðfræði.
staff
Sæunn Lilja Ingadóttir
Þroskaþjálfi
Birkisel
Sæunn hóf störf við leikskólann í september 2003. Hún er þroskaþjálfi að mennt og útskrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla Íslands 1985. Sæunn sinnir einstaklingsþjálfun og almennri kennslu á Birkiseli.
© 2016 - 2023 Karellen