Karellen

Barnakór Hæðarbóls

Til margra ára hefur söngur verið mikilvægur þáttur í skólastarfinu í leikskólanum. Tveir elstu árgangarnir fara á kóræfingu að jafnaði 1x í viku. Barnakórinn tengist með beinum hætti mörgum færniþáttum skólanámskrárinnar. Söngur byggir undir málþroska á marga vegu, til dæmis þegar börnin syngja erfiða texta þá er mikilvægt að þau skilji það sem þau syngja. Til að ná færni á tungumálinu og efla málskilning þarf að hlusta sem er mikilvægt í kórastarfi. Að lesa nótur er annar þáttur læsis sem tengist meða annars stærðfræðilæsi og að klappa takt er enn annar þáttur. Að vera í kór byggir á mikilli samvinnu því börnin þurfa að átta sig á samábyrgð þegar þau flytja lög og texta og því má segja að vera í kór eflir samskipta- og félagsfærni sem er eitt besta veganesti sem börn hafa með sér út í lífið.

Barnakórinn æfi vikulega á haust- og vorönn

© 2016 - 2024 Karellen