Karellen

Símenntunarátælun

Símenntun og starfsþróun er heildarheiti yfir alla þá menntun sem starfsmenn sækja og fer hún fram með ýmsu móti, ekki eingöngu með formlegu námi. Stór hluti símenntunar á sér stað í óformlegu námi, t.d. með þátttöku í ráðstefnum, málþingum, fræðslu- og kennarafundum.

Símenntun fer einnig fram sem formlaust nám til dæmis í samtölum við samstarfsmenn, lestri fræðirita, notkun fjölmiðla og netmiðla. Leikskólinn skráir alla þá símenntun sem leikskólinn stendur fyrir sem og námskeið, fræðslufundi og ráðstefnur sem kennarar sækja á vinnutíma. Árlega sammælist starfsmannahópurinn um þörf fyrir sameiginlega símenntun sem hann telur sig þurfa til þess að viðhalda starfsþróun sinni.


Hér má líta á símenntunaráætlun 2019 til 2020


© 2016 - 2024 Karellen