Karellen

Opnunartími leikskólans

Leikskólinn er opinn virka daga frá 7:45-17:00 og geta foreldra keypt 4 til 9 klst. vistun á dag innan opnunartíman hans.

Leikskólinn er lokaður að jafnaði í þrjá og hálfan dag á ári vegna skipulagsvinnu og eða námskeiðssóknar starfsfólks. Upplýsingar um þessa daga má sjá í leikskóladagatalinu.

Leikskólinn er opinn allt árið þar sem ekki er lokað vegna sumarleyfa. Foreldrar þurfa þó að taka fjögurra vikna frí fyrir börn sín á hefðbundnum orlofstíma.


Sumarfrí

Leikskólinn lokar ekki vegna sumarleyfa en ætlast er til að foreldra taki tuttugu virka daga í sumarleyfi fyrir börn sín innan hefðbundins orlofstíma. Foreldrar þurfa að tilkynna orlostöku barnanna til leikskólastjóra í mars ár hvert á þar til gerðum eyðublöðum. Eyðublöðin geta foreldrar nálgast hjá kennurum deilda eða sótt Eyðublað vegna Sumarfrí.

© 2016 - 2024 Karellen