Karellen

Svefn og hvíld

Svefninn er okkur öllum mikilvægur. Svefninn veitir hvíld og endurnýjar orku, svo að ekki er að undra að mörgum okkar sé tíðrætt um hvort börnin okkar hafi sofið eða hvílst í leikskólanum og hversu langan tíma.

Góður svefn næst jafnan með heilbrigðum svefnvenjum og er það hlutverk foreldranna að leiðbeina börnum sínum um slíkt. Í leikskólanum hins vegar fara börnin á Víðiseli daglega í hvíld eftir hádegismatinn. Þá eru stuðst við fastar venjur , þau sækja uppáhalds „hugguna“ sína sem það kemur með að heima, leggjast á koddann sinn á dýnunni sinni á föstum stað í hvíldarherberginu. Kennarinn sem er með hvíldina í það og það skiptið leggur síðan teppið þeirra yfir þau og síðan er hlutsta á rólega tónlist eða sögu. Misjaft er hve börnin sofa lengi en lengdin fer efir fyrirmælum foreldra.

Á eldri deildunum er ekki lagst til hvíldar en kennarar skapa rólegar hvíldarstundir með börnunum með því að lesa bók/ bækur fyrir þau eða hlustað er á rólega tónlist. Ef börnin á Furuseli þurfa að á svefn að halda eftir hádegið eru foreldra beðnir um að ræða málið við deildarstjóra svo hæt sé að mæta þörfum barnsins.

Vakin er athygli á því að það er einstaklingsbundið hvað börn þurfa að sofa mikið er megin reglan er sú að eins til þriggja ára börn sofa oftast 10-12 tíma á sólarhring.

Kennarar ská svefntíma barnanna og geta foreldrar fylgst með tímalengd svefnsins í Karellen appinu.

© 2016 - 2024 Karellen