Í dag var íþrótta og hjóladagur. Byrjað var á skólahlaupi þar sem hlaupin var hringur í garðinum. 2ja ára börnin hlupu 2. hringi, 3ja ára hlupu 3. o.s.frv. Börnunum var síðan skipt í litla hópa sem fóru á milli íþrótta/leik stöðva m.a. dansstöð, fallhlífarstöð, leik...
Í dag fóru elstu börnin með strætó í Hörpuna og hlustuðu á flutning Sinfóníunnar á Tobba túpu og Pétur og úlfurinn. Halldóra Geirharðsdóttir var sögumaður.
Ferðin gekk vel.
...Kórinn var beðinn að syngja í Sveinatungu við setningu Ráðstefnu um farsæld barna 17 apríl s.l. Kórinn stóð sig vel að vanda undir stjórn Önnu Maríu og Evu.
...Alltaf gaman að fara í göngu og líka í svona góðu veðri. Margt að hugsa : ganga í röð og fara yfir umferðargötu. Skoða ýmislegt í nærumhverfi leikskólans og sáum meira að segja lóur.
...Í vinastundum á Víðiseli er unnið með Blæ og vináttuspjöldin. Börnin skoða spjöldin, virða fyrir sér hvað er að gerast á myndunum, reyna að setja sig í spor og átta sig á líðan þeirra sem er á myndunum. Svo er dansað og auðvitað fær Blær að vera með.
Börnunum í gula hóp var boðið upp á umferðarfræðslu hér í leikskólanum í dag. Það er Samgöngustofa sem heldur úti umferðarskóla, en kennarar leikskólans sjá um að skila fræðslunni til barnanna.
Við fengum góða gjöf frá foreldrum Yngva sem er nemandi á Hæðarbóli. Rob og Helga færðu okkur heilt brúðuleikhús sem Rob hannaði og smíðaði. Halli leikskólakennari rann á vaðið og vígði leikhúsið og færði börnunum brúðuleikrit. Hugsunin er síðan sú að börnin b...
Birte leikskólakennara á Aðalþingi í Kópavogi heldur úti síðunni Börn og tónlist. Birte biðlaði til okkar um að kynna Barnakór Hæðarbóls á síðunni með því að taka upp lagið Vorið okkar sem er samið af börnum Hæðarbóls (fyrir nokkrum árum) og Evu sérkennslustjóra...
Bræðurnir Tómas, Elías og Yngvi hafa allir verið nemendur skólans en Yngvi útskrifast í sumar frá Hæðarbóli. Rob pabbi þeirra hefur smíðað skemmtilega sögukassa sem þeir bræður færðu skólanum að gjöf.
Frábært og þökkum við kærlega fyrir okkur:)
...Sinisa og börnin í gula hóp eru búin að vera gróðursetja. Hér eru hin ýmsu krydd og nokkrar tegundir af grænmeti. Það þarf að vökva og fylgjast með að plönturnar fái birtu og il. Spennandi verkefni.
...