Bangsadagur

Í morgun komu börnin með bangsana sína eða annað mjúkt dýr í leikskólann. Síðan komum allir saman í salnum og sungu bangsalög eins og Bangsi minn úr Dýrunum úr Hálsaskógi og vinasönginn. Síðan voru bangsadansar dansaðir við mikla gleði eins og myndirnar sýna sem fylgir fréttinni

Dagur margbreytileikans

Í dag komu börnin saman í salnum og máluðu margskonar myndir í tilefni margbreytileikans. Hér koma nokkrar myndir í tilefni vinnunnar.
Borðhald í matsal

Það má segja að nýja verkefnið í matsalnum fari vel af stað. Það er ótrúlegt að fylgjast með framförum barnanna, þau fara að hlaðborðinu og ná sér í það sem vilja og eru afar samviskusöm í því að fá sér af öllu og smakka það sem þau áður hafa fúlsað við. Við erum sannfærð um að við séum á réttri leið með að valdefla börnin ykkar kæru foreldra.

news

Kynning á blásturshljóðfærum

15. 03. 2019

það má segja að lánið leiki við okkur hér í leikskólanum Hæðarbóli. Í dag koma pabbi Hauks á Holti, hann Albert til okkar og kynnti fyrir öllum börnumum blásturshljóðfæra fjölskylduna við mikinn fögnuð barnanna. Því til viðbótar leyfði hann öllum börnunum að blá...

Meira

news

Öskudagsfjör í leikskólanum

06. 03. 2019

Í dag er búið að vera mikið fjör.Eftir morgunmat var farið í salinni og farið í fjölbreytta og skemmtilega heimatilbúna leiki undir stjórn Óskar. Í framhaldi var kötturinn sleginn úr tunnunni með miklum tilþrifum. Í hádegismat pyslusjoppa sett upp á sal með öllu tilheyran...

Meira

news

Sprengidagur/ Leiklistardagur

05. 03. 2019

Í morgun var mikið fjör í salnum. Deildirnar Hof, Holt og Hlíð hafa verið að æfa atrið til þess að sýna á þessum merka degi. Börnin á Hofi sungu indjánalagið fyrir skólasystkini sín. Holt flutti dansinn MAGARENA sem þau hafa verið að æfa undir stjórn Pétrínu og Hlíð...

Meira

news

Leikskólakennaranemar í starfsnámi

04. 03. 2019

Í dag byrjuðu þær Berglind og Hjördís, leikskólakennaranemar á fyrsta ári í leikskólakennarafræðum í starfsnámi hér í leikskólanum og verða hér næstu þrjár vikurnara. Hjördís verður á Holti hjá Önnu og Berglind á Hlíð hjá Möggu. Til vinstri á myndinni er Bergli...

Meira

news

Konudagskaffi

25. 02. 2019

Mömmur og ömmur fjölmenntu í konudagskaffi með börnum og barnabörnum í morgun. Það má segja að stemningin hafi verið góð og engin að flýta sér sem helgast kannski af því að við buðum í konudagskaffið á öðrum tímum en aðrir leikskólar og ömmur þurftur ekki að ski...

Meira

news

DAGUR LEIKSKÓLANS, ljósaganga og ljóslaus dagur

06. 02. 2019

Í morgun var ljósaganga í garðinum þar sem aðstæður leyfðu ekki lengri göngu næsta nágrenni eins og hefðin hefur sagt til um. Það sem skipti klárlega mestu máli var samvera barna og foreldra og virtust allir njóta þess að fara í stutta göngu um garðinn og fá sér heitt ka...

Meira

news

Dagur stærðfræðinnar

01. 02. 2019

Í dag er dagur stærðfærðinnar. Á öllum deildum voru í boðið stærðfræðiverkefni við hæfi allra barna. Þegar börnin höfðu klárað eitt verkefnið tóku þau til við það næsta. Átján mismunandi verkefni voru í boðið sem börnin glímdu við og hér á myndunum má sjá...

Meira

news

Nýr starfsmaður á Hlíð

01. 02. 2019

Í dag byrjaði Sigríður Kragh Hansdóttir á Hlíð. Við fögnum henni og það er alltaf frábært að fá til starfa starfsmenn sem hafa reynslu af vinnu með börnum. Sigga eins og hún er kölluð hefur verið hjá okkur áður en þá í afleysingu.

...

Meira

news

Pabba og afamorgun

29. 01. 2019

Í morgun fylltist leikskólinn af pöbbum og öfum sem komu til þess að snæða þorramat með börnum og barnabörnum. Við erum sannfærð um að allir hafi notið stundarinnar og eitt er víst að flestir gáfu sér góða tíma til þess að spjalla og skoða skólann með börnunum. Á m...

Meira

news

Starfsmannabreytingar

25. 01. 2019

Kæru foreldrar og aðrir áhugasamir um fréttir okkar. Ykkur til upplýsingar, þá er hún Anna Dís okkar á Hlíð komin í 5 vikna frí. Hún er farin til Indlands í jógakennaranám. Við óskum henni velfarnaðar og hlökkum til þess að fá hana til baka til og fáum vonandi að njót...

Meira

© 2016 - 2019 Karellen