Karellen

Foreldraráð Hæðarbóls 2019-2020

Í leikskólum skal vera starfrækt foreldraráð og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að stofnun þess og kosningu í ráðið. Foreldraráð er skipað a.m.k. þremur foreldrum og skal kosning fara fram í september ár hvert og kosið til eins árs í senn. Ráðið setur sér starfsreglur sem það vinnur eftir og ber leikskólastjóra að vinna með ráðinu. Hlutverk foreldraráðs leikskóla er eftirfarandi:

  • Gefa umsagnir til leikskóla og leikskólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi leikskólans
  • Fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum
  • Hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi

Foreldraráð Hæðarbóls skólaárið 2019-2020 skipar eftirtaldir foreldrar.

  • Ásta Þorgilsdóttir, formaður astagilsa@gmail.com
  • Soffía Rún Kristjánsdóttir, soffiarun@gmail.com
  • íris Ósk Valþórsdóttir, irisoskv@gmail.com


Starfsreglur foreldraráðs

Foreldraráð er kosið árlega á kynningarfundi um leikskólastarfið að hausti ár hvert og starfar eitt skólaár. Á fyrsta fundi skiptir ráðið með sér verkum og fer yfir lögboðið hlutverk og verkefni komandi skólaárs. Að jafnaði fundar ráðið með leikskólastjóra tvisvar sinnum á önn og oftar ef þörf er á. Þá hefur ráðið samskipti sín í mílli með t-pósti eftir því sem við á.


Starfsáætlun foreldraráðs

Foreldraráð hefur sett sér eftirfarandi starfsáætlun

September

  • Aðalfundur og kosningar
  • Ráðið skiptir með sér verkum
  • Önnur mál

Október/nóvember

  • Umsögn um starfs- og matsáætlun leikskólans
  • Starfsáætlun um samstarf- leik og grunnskóla lögð fram til upplýsinga
  • Önnur mál

Janúar/febrúar

  • Skóladagatal lagt fram
  • Framvinda skólastarfsins
  • Kannanir kynntar

Mars/ apríl

  • Áætlun sumarstarfsins
  • Inntaka nýrra barna

Júní

  • Umsögn um ársskýrslu
  • Undirbúningur fyrir aðalfund, hverjir sitja áfram, skýrsla stjórnar


Fundargerðir foreldraráðs

Skýrsla stjórnar foreldraráðs Hæðarbóls skólaárið 2018 til 2019

Fundargerð foreldraráðs 17. september 2019




© 2016 - 2024 Karellen