Tónmennt

Mikilvægt er að öll börn fái ríkuleg tækifæri til að njóta tónlistar og iðka hana. Helstu þættir í tónlistariðkun barna í leikskóla eiga að vera söngur, hreyfing, hlustun og leikur með hljóðgjafa.

Í vinnustundum í tónmennt er yfirmarkmiðið að;

       • hafa gaman saman
       • börnin kynnist gömlu, góðu leikjunum og dönsunum í gegnum tónlist
       • börnin fái tilfinningu fyrir takti, hljómfalli og styrk tóna
       • börnin upplifi samhengi öndunar og raddar
       • börnin noti líkamann sem hljóðgjafa og kynnist óhefðbundnum hljóðgjöfum
       • börnin upplifi mikilvægi líkamsvitundar í söng
© 2016 - 2019 Karellen