Karellen

Söngfundir og Söngbók

Það er mikið sungið í leikskólanum okkar. Að jafnaði koma öll börnin saman á föstudögum og syngja. Deildirnar skiptast á að stjórna söngfundi en þá eru lögin sem eru vinsælust eða lögin sem verið er að æfa á hverri deil í forgrunni á þeim söngfundi. Stundin hefst á því að börnin segja nafn sitt og aldur og í framhaldi kynna þau lagið sem sungið verður. Síðan kynna börnin lögin koll af kolli þar til flest allir hafa kynnt sitt lag.

Þessu til viðbótar er starfræktur BARNAKÓR. Kórinn æfir 1x í viku og syngja við margskonar viðburði bæði innan leikskólans sem utan hans. Anna María, kennari á yngstu deild er kórstjóri en Anna Svanlaug aðstoðarleikskólastjóri og Eva Birgisdóttir sérkennslustjóri eru undirleikarar og eru Önnu til aðstoðar á æfingum.

Hér má sjá Söngbók Hæðarbóls

© 2016 - 2024 Karellen