Karellen

Uppeldi til ábyrgðar

Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution) er lögð áhersla á jákvæð samskipti, uppbyggilega orðræðu, ábyrgð einstaklingsins á eigin hegðun og möguleika hans á að snúa aftur til hópsins eftir neikvæða hegðun (Gossen, 2006; Magni Hjálmarsson 2006).


Grunnstoðir uppbyggingarstefnunnar eru þörf fyrir

  • Að lifa við öryggi
  • Ást og umhyggju
  • Eigið áhrifavald
  • Gleði og ánægju
  • Valfrelsi og sjálfstæði

Þarfirnar fimm eru gagnlegur leiðarvísir til að styrkja góð samskipti í leikskólanum. Kennarar ræða við börnin um reglur, heimareglur, reglur leikskólans, ófrávíkjanlegar reglur og viðurlög þegar reglur eru brotnar. Áhersla er á samskipti sem ýta undir frelsi en gefa jafnframt skýr mörk. Uppeldi til ábyrgðar byggir á skýrum mörkum sem þarf að standa vörð um og sameinast um. Í leikskólanum er lögð áhersla á að skapa skilyrði til að börnin geti lagfært mistök sín án þess að upplifa sig sem tapara, snúið aftur til hópsins; vaxið og eflst við hverja raun.

© 2016 - 2024 Karellen