Karellen

Sérkennsla

Ef grunur vaknar um frávik í þroska barns eða erfiðleikar koma fram í hegðun þess eða líðan,

  • Er kallað til fundar með foreldrum þar sem málið er tekið upp og sammælst um úrlausn barninu til handar. Til að byrja með er stuðst við úrræði sem kennarar leikskólans ráða yfir og íhlutun sett af stað í samráði við foreldra og fylgir sérkennslustjóri málum eftir.
  • Ef á þarf að halda eru sérfræðingar leikskóla skóladeildar Garðabæjar kallaðir til að sinna frumathugun og veita frekari ráðgjöf til foreldra og kennara leikskólans á grunvelli athugana og greininga.
  • Ef frumathugun leiðir í ljós að barnið þurfi á meiri íhlutun en veitt verður í daglegu starfi er sótt um stuðningstíma fyrir það sem sérkennslustjóri gerir í nánu samstarfi við leikskólastjóra.









© 2016 - 2024 Karellen