Karellen

Íþróttir, hreyfing og heilsa

Hreyfing í leikskólum er afar mikilvæg enda er hreyfiþroski einn af þeim þroskaþáttum sem ber að efla í leikskólastarfinu. Það er ekki nauðsynlegt að eiga sal fullan af fínum tækjum og tólum til að geta státað af góðri hreyfiþjálfun barna. Mikilvægara er að huga að öllum þáttum hreyfiþjálfunarinar, grófhreyfingum, fínhreyfingum, styrk, þol, þor og síðast en ekki síst gleðinni í gegnum þetta allt saman og "meistara" tilfinningunni sem börnin þurfa að kynnast og upplifa hvert og eitt.

Í íþróttum er yfirmarkmið að:

  • Hafa gaman saman
  • Börnin efli heilbrigði og vellíðan í fjölbreyttri hreyfingu í ögrandi og krefjandi útivist/umhverfi
  • Börnin efli jákvæða samskiptahæfileika, félagsleg tengsl með áherslu átilfinningarlegt jafnvægi.

Skipulagðar vinnustundir í íþróttum eru í 10 vikur í senn á haustönn og vorönn auk þess sem farið er vikulega í Mýrina meðan kennsla er í Fjölbraut (FG).

© 2016 - 2024 Karellen