Karellen
news

Litlu jólin

15. 12. 2021

Litlu jólin voru í dag. Dagskráin hófst á því að börnin í gula hóp (elstu) gengu í salinn, ljósum prýdd og sungu hátíðar jólalög. Þá röðuðu öll börn og kennarar sér í kring um jólatré og dönsuðu og að sjálfsögðu komu jólasveinar í heimsókn. Börnin fengu síðan gjafir frá foreldrafélaginu. Í lok dags var svo jólateiknimynd. Frábær dagur.


© 2016 - 2022 Karellen