Stjórnun

Leikskólastjóri er faglegur leiðtogi og í forystu um þróun metnaðarfulls leikskólastarfs. Hann starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnum og samþykktum viðkomandi sveitafélags.

Meðal hlutverka leikskólastjóra er að:

  • leiða lýðræðislegt samstarf ólíkra hópa,
  • stuðla að jafnrétti og uppbyggilegum samskiptum með velferð barna að markmiði,
  • bera ábyrgð á að starf leikskólans sé metið reglulega með innra mati og að niðurstöður séu notaðar til úrbóta í þágu starfsins,
  • sjá til þess að kennarar fái tækifæri til að bæta við þekkingu sína og vera í stöðugri starfsþróun.

Leikskólastjóri er Sigurborg Kristjánsdóttir, sigurborgkr@leikskolarnir.is

Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra og er Anna Krisborg Svanlaugsdóttr, annasva@leikskolarnir.is© 2016 - 2020 Karellen