Karellen
news

Ytra mat Menntamálastofnunar

28. 01. 2020

Ytra mat með vettvangsathugunum, viðtölum og greiningu gagna í leikskólanum Hæðarbóli leiðir í ljós að þar fer fram metnaðarfullt leikskólastarf. Stefna leikskólans með áherslu á Uppeldi til ábyrgðar birtist vel í starfinu. Fagleg stjórnun leikskólans er góð og hann er vel mannaður leikskólakennurum og öðru fagfólki. Til fyrirmyndar er hvernig hvatt er til og veitt svigrúm fyrir þróunarstarf og hvernig litið er til mannauðs við skipulag faglegs starfs. Starfsandi er góður, gleði og virðing ríkir og starfsfólki er hrósað fyrir vel unnin störf. Ákvarðanataka einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum. Lögð er áhersla á að líta á leikskólann sem eina heild og er nám og kennsla skipulögð með það að leiðarljósi að börnin á eldri deildum blandist í vinnustundum. Í frjálsa leiknum hafa börnin einnig val um að fara á milli deilda. Börnunum líður vel í leikskólanum og að mati foreldra felst styrkur leikskólans meðal annars í stöðuleika, fagmennsku og metnaði starfsfólks. Vel er haldið utan um vinnu með sérkennslubörn og stuðning við starfsfólk sem sinnir sérkennslu. Vel er staðið að innra mati í leikskólanum og til fyrirmyndar er þátttaka barna í matinu og hvernig leitað er eftir hugmyndum foreldra um leiðir til umbóta. Tækifæri til umbóta felast helst í því að leita leiða til að bæta aðstöðu barna og starfsmanna í Hæðarbóli og gera lagfæringar á útileiksvæði. Einnig að auka í lýðræðislega þátttöku barna í ákvörðunum sem varða skipulag og viðfangsefni og endurskoða námsgögn leikskólans og aðgengi barnanna að þeim.

© 2016 - 2024 Karellen