Karellen
news

Verndum þau

17. 10. 2019

Í tilefni af forvarnaviku Garðabæjar ,,Vinátta er fjársjóður" hefur Eva sérkennslustjóri verið með forvarnarfræðslu fyrir tvo elstu árganga leikskólans. Fræðslan er byggð á bókinni „Þetta eru mínir einkastaðir “.

Markmið fræðslunnar er að vekja börnin til umhugsunar um að þau eigi sig sjálf, mikilvægi þess að þau beri virðingu fyrir sjálfum sér og það hvernig þau eigi að vernda eigin líkama. Bókin „Þetta eru mínir einkastaðir“ tekur vel á hverjir einkastaðirnir eru og kennir börnum að segja „stopp og nei". Þá ræðir Eva um nauðsyn þess að börnin segi fullorðnum frá ef einhver reynir að snerta þau á óviðeigandi hátt og einnig að til eru bæði góð og slæm leyndarmál. Þá fer hún inn á mikilvægi þess að börn tali ekki við ókunnuga, þau segi frá ef t.d. bíll stoppar og einhver reynir að bjóða þeim nammi til að ná þeim inn í bílinn. Þá ræðir hún um mikilvægi þess að hleypa aldrei neinum inn á heimilið sitt sem þau þekki ekki. Tekið skal fram að Eva hefur sótt námskeið hjá Blátt áfram sem ber heitið Verndum þau.

© 2016 - 2024 Karellen