Karellen
news

Þorrablót

25. 01. 2019

Í morgun var þorrablót í leikskólanum. Það var mikið fjör og mikið gaman. Sungið var bæði fyrir borðhald, meðan á borðhaldi stóð og eftir borðhald. Kennararnir voru sammála um að kórastarfið sé farið að skila sér í söng barnanna því söngurinn hjá þeim var mjög flottur. Sæunn, kennari á Holti, kom með gamla muni að heima og sagði börnunum frá þeim og hvernig þeir voru nýttir í gamla gamla daga

Á myndinni sem fylgir fréttini má sjá munina sem Sæunn sýndi börnunum. Þá sagði Ósk, aðstoðarleikskólastjóri, börnunum sögur af búskaparháttum fyrri alda og sýndi gamlar myndir sögunum til stuðnings.

© 2016 - 2024 Karellen