news

Starfsmannabreytingar

25. 01. 2019

Kæru foreldrar og aðrir áhugasamir um fréttir okkar. Ykkur til upplýsingar, þá er hún Anna Dís okkar á Hlíð komin í 5 vikna frí. Hún er farin til Indlands í jógakennaranám. Við óskum henni velfarnaðar og hlökkum til þess að fá hana til baka til og fáum vonandi að njóta þess sem hún hefur numið á Indlandi í jógakennarafræðum. Sigríður Kragh Hansdóttir sem hefur verið hjá okkur í afleysingu kemur í Önnu Dísar stað. Þá er Ljósbrá á Holti farin í starfsnám en þið sem ekki vitið þá er hún á lokaárið í þroskaþjálfanámi. Hún verður í skilastöðu milli 15.00-17.00 á Hlíð. Um mánaðarmótin hættir Valgerður tímabundið en hún er að fara í heimsreisu og kemur aftur til starfa með farfuglunum.

© 2016 - 2019 Karellen