news

Og enn tínast elstu börnin í burtu frá okkur

17. 07. 2019

Í dag er síðasti dagurinn hans Theódórs Enoks í leikskólanum. Í tilefni þess færði hann kennurum leikskólans blóm og færði þeim dýrindis köku. Í kaffistofu kennara var haldin veisla sem hann og Katla vinkona hans tóku þátt í en hún hættir í lok vikunnar. Við óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Í dag var farið í fjársjóðsleit og verðlaunin voru vatnsblöðrur sem nýttar voru í vatnsblöðrustríð. Seinna um daginn var farið í feluleiki þar sem allur leikskólinn var undir sem felustaður. Sem sé, mikið gaman og mikið fjör hjá okkur í dag.© 2016 - 2020 Karellen