Karellen
news

Hrekkjavaka

30. 10. 2019

Í dag tókum við forskot á sæluna og voru með litla hrekkjavöku en eins og þið vitið þá er hrekkjavakan sjálf 31. okt. Börnin höfðu föndrað hrekkjavökudót sem þau skreyttu salinn með og svo var haldið ball í salnum þar sem dansað var stíft. Það var búið til draugahús sem var vinsælt og var löng biðröð eftir því að komast þangað og mörg fóru mörgum sinnu inn í húsi. Það sem vakti athygli okkar kennaranna hversu hugrökk börnin voru að fara þangað inn. Maturinn slapp heldur ekki undan hrekkjum því einhver hrekkjalómurinn hafði laumað bæði augu og fingrum í matinn og að síðustu bakaði Inga hrekkjavökuköku. Börnin skörtuðu búningum í eigu leikskólans og allir skemmtu sér konunglega.

© 2016 - 2024 Karellen