Karellen
news

Helgileikur og jólaball

21. 12. 2018

Síðustu dagar hafa verið annasamir hér í leikskólanum. Lokahönd var lögð á jólagjafir sem börnin gefa sínum nánustu. Við fórum í Hafnarfjörðinn og skoðuðum jólaþorpið, sungum og dönsuðum kringum jólatréð á Thorsplani. Í gær frumsýndum elstu börnin helgileikinn fyrir foreldra og aðra áhugsama og endurtóku svo aftur leikinn í morgun þegar þau sýndu fæðingu frelsarans fyrir börn og starfsmenn leikskólans. Að því loknu var haldið jólaball. Gluggagægir kom í heimsókn og færði börnunum gjafir. Í hádeginu var svo jólamatur borinn fram að hefðbundnum sið og í framhaldi fengu börnin að sjá jólamynd. í nónhressingu fá þau svo randalínur og heitt súkkulaði með rjóma út í.


© 2016 - 2024 Karellen