Karellen
news

Forvarnardagur gegn einelti

08. 11. 2018

Í dag er forvarnardagur gegn einelti og í tilefni þess var samvera í sal undir stjórn Önnu Svanlaugs deildarstjóra á Holti. Dagurinn byrjaði á því að börnin á Holti drógu nafn félaga af Hlíð úr nafnapoka og í framhaldi leiddust þau í salinn. Börnin á Hofi voru áhorfendur. Rætt var um einelti og þýðingu þess, farið í hlutverkaleikin um umhyggju, hugrekki og mörk.Yndisleg stund þar sem gildin í leikskólanum voru rædd, vináttusöngvar sungnir og börnin samsömuðu sig leikritunum sem voru sett upp. Á myndinni sem fylgir fréttinni halda börnin á brúðunum sem þau unnu í lífsleiknistundum þar sem gildið um hugrekki var til umfjöllunar

© 2016 - 2024 Karellen