Karellen
news

Barnastjörnurnar okkar í söngferðalagi

16. 05. 2019

Í dag fór barnakórinn okkar í gríðamikið söngferðalag.
Dagurinn hófst á því að þau sungu fyrir gesti og gangandi í Hörpunni. Börnin sungu fimm lög við mikinn fögnuð þeirra sem hlýddu á. Að flutningi loknum var þrammað niður á Alþingi og þar tóku söngstjörnurnar fjögur lög fyrir þingmenn. Það má sega að þar hafi söngstjörnurnar toppað sig og voru þingmenn og aðrir gestir yfir sig ángæðir með framlag barnanna og fögnuðu þeim óspart. Í kjölfarið flutningsins ræddu þeir við börnin, spurðu þau út í söngæfingar og fleira tengt tónlistaruppeldi þeirra.

Það sem toppaði þó ferðina hjá mörgum börnunum var ekki að syngja heldur að borða á flatböku á Eldsmiðjunni á Bragagötunni.

Eftir pitsuveisluna var þrammað á Barnaspítala Hringsins þar sem kórinn söng fyrir veiku börnin. Það voru þreyttar en hamingjusamar söngstjörnur sem komu heim í leikskólann sinn upp úr kl. 15.00.

© 2016 - 2024 Karellen