Alþjóðadagur barna

20. 11. 2018

Þann 15. mars 2016 var samþykkt á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en þá er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadagur barna.

Á þessum degi er hefð fyrir því að vera með svokallað flæði þar sem börnin fá að ráða sjálf hvar þau leika og starfa í leikskólanum óháð sinni deild, þau mega því flæða á milli deilda þar sem búið er að setja upp margskonar leik- og starfsstöðvar. Elstu börnin elska að fara yfir á yngstu deildina en þau yngri velja heldur að vera í örygginu sem þau þekkja, á sinni deild. Þó fengu nokkur yngri systkini af Hofi leiðsögn um leikskólann af eldri systkini í morgun. Eins og ykkur er kunnugt um þá koma börnin ávallt að gerð matseðilsins og á Holti voru börnin að kjósa um þann mat sem þau vilja sjá á matseðlinum í desember, (Anna á Holti sendi foreldrum á Holti mynd af niðurstöðum kosningarinnar) en það er liður í því að raddir barna fái hljómgrunn.

© 2016 - 2019 Karellen