news

Ævintýraferð í desember

16. 12. 2020

Í dag fór Sinisa með nokkur börn af Holti og Hlíð í ævintýraferð í nærumhverfinu. Lagt var af stað í myrkrinu kl 10. Farið var með lukt til að vísa veginn og fundinn góður staður til að setja upp tjaldbúðir. Allir hjálpuðust að við að reisa tjaldið. Síðan var farið í skoðunarferð, breytingar á umhverfinu kannaðar og gengið með læknum. Áður en lagt var af stað aftur á Hæðarból sauð Sinisa pulsur á gasi og borðuðu allir hádegismat með bestu lyst úti í náttúrunni.

© 2016 - 2021 Karellen