Opið hús

Í tengslum við Listadaga Garðabæjar var opið hús í leikskólanum í dag milli kl. 15.00 og 17.00.
Foreldrum og öðrum velunnurum leikskólans var boðið að skoða listsköpun barnanna í máli og myndum og þiggja veitingar. Börnin okkar sungu nokkur lög undir stjórn Önnu Maríu Sigurjónsdóttur, kórstjóra Barnakórsins og Eva Birgisdóttir og Anna Svanlaugsdóttir spiluðu undir á gítara. Nokkur börn tóku lagið og skemmtu gestu okkar. Furðuskepnurnar sem börnin höfðu unnið í tengslum við Listadagana og voru settar upp á Garðatorgi voru komnar aftur heim í hús og skipuðu veglegan sess í skólanum. Dagurinn í heild sinni gekk vel fyrir sig og þökkum við öllum sem sáu sér fært að koma í heimsókn, fyrir komuna.Vinastund í sal

Í morgun var vinastund í sal þar sem fjallað var um tilfinningarnar, glaður, reiður og leiður. Þá var sett upp leikrit þar sem stefið var umburðarlyndi og þurftu börnin að ígrunda gjörðir leikenda í ljósi þess hvort verið væri að sýna umburðarlyndi og vináttu eður ei. Stundinni lauk á því að syngja og spila vináttulagið. Skemmtilegur og lærdómsríkur morgun í sal.


Vinastund í sal

Í morgun var vinastund í sal þar sem börn og kennara komu saman. Í brennidepli var umræða um vináttu þar sem m.a. var rætt um; til hvers eru vinir, hvað getum við gert þegar við sjáum barn sem er sorgmætt, hvernig líður okkur þegar við erum skilin útundan, hvernig líður okkur þegar einhver meiðir okkur, hvernig líður okkur þegar við segjum eitthvað fallegt við vin okkar, geta orð meitt o.s.frv. Blær bangsi ferðaðist á milli barnanna undir vináttulagi og þegar tónlistin þagnaði tjáði viðkomandi barn sig um vináttuna sem hélt á Blæ þá stundina. Í lok stundarinnar lögðust öll börnin á gólfið og nutu þess að horfa á sápukúlur sem flóðu um salinn.


Mömmu og ömmustund

Við, börn, kennara og annað starfsfólk leikskólans þökkum öllum mömmum og ömmum sem komu í heimsókn í leikskólann í morgunn. Morgunstundin lukkaðist einstaklega. Myndir segja meira en mörg orð en þær lýsa því best hve allir voru glaðir og kátir. Einnig vorum við þakklátar fyrir hversu góðan tíma þær tóku í heimsóknina.

Pabba og afamorgun

Í morgun buðu börnin pöbbum og öfum sínum í heimsókn og sýndu þeim vinnustaðinn sinni. Einnig buðu þau þeim hafragraut, slátur og þorrasmakk, allt til þess að fagna Þorra. Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta. Það mættu ættingar með öllum börnum, með sumum einn, tveir eða þrír. Við þökkum öllum sem mættu í morgun kærlega fyrir komuna og ánægjuleg stund.


Þorrablót

Menning er samofin öllu leikskólastarfi og er það stefna leikskólans að sjá til þess að börnin taki virkan þátt í að móta menningu leikskólans. Einn liður í því að viðhalda menningararfleifðinni er að blóta Þorra. Honum var blótað í dag. Áður höfðum börnin búið til höfuðfat til þess að bera á þessum merka degi. Við borðuðm í skreyttum sal. Borðin voru dekkuð og skreytt og að sjálfsögðum var hefðbundinn þorramatur í boði og sýndist sitt hverjum um þennan ágæta mat. Sum börnin nutu hans meðan önnur hrilltu við honum. Hangikjötið, harðfiskurinn og flatkökurnar runnu þó ljúft niður. Að venju var sungið undir borðum þorralög undir stjórn Önnu á Furuseli. Heilt yfir má segja að allir hafi notið dagsins.


Þrettándagleði

Í morgun sýndu elstu börnin í leikskólanum leikrit um Ólaf Liljurós. Alla vikuna hafa þau verið að undirbúa sýninguna, æfa texta og syngja ljóðið sem og að búa til leikbúningar og leiktjöld. Það verður að segjast eins og er að það var hrein unun að fylgjast með leiklistarhæfileikum þessara ungu barna og við kennararnir vorum afar stoltar og snortin af frammistöðu þeirra. Eftir flutninginn var dansað í kringum jólatréið okkar og því má segja að börnin hafi dansað og sungið jólin út í morgun.

Foreldrakaffi á Víðiseli

það var yndisleg stund sem foreldrar, börn og kennarar áttu saman í morgun. Við þökkum fyrir samverunaBorðhald í matsal

Það má segja að nýja verkefnið í matsalnum fari vel af stað. Það er ótrúlegt að fylgjast með framförum barnanna, þau fara að hlaðborðinu og ná sér í það sem vilja og eru afar samviskusöm í því að fá sér af öllu og smakka það sem þau áður hafa fúlsað við. Við erum á réttri leið með að valdefla börnin ykkar kæru foreldra.

news

Skólalóð Smáraskóla í Kópavogi heimsótt

08. 07. 2019

Börnin í gulahóp og nokkur í rauðahóp sem enn eru ekki komin í sumarleyfi röltu yfir hæðina og sóttu heim skólalóð Smáraskóla. Að þeirra sögn var gaman að leika á lóðinni.


...

Meira

news

Guli og rauði hópur á Víðistaðatúni

05. 07. 2019

Það varmikið fjör og mikið gaman á Víðistaðatúni í dag. í ljósi þess hve veðrið var gott var ákveðið að leggja land undir fót og heimsækja Víðistaðatún. Farið var með strætó í Hafnarfjörðinn og eyddu krakkarnir í gula og rauða hóp lungan af af deginum á túni...

Meira

news

Barnastjörnurnar okkar í söngferðalagi

16. 05. 2019

Í dag fór barnakórinn okkar í gríðamikið söngferðalag.
Dagurinn hófst á því að þau sungu fyrir gesti og gangandi í Hörpunni. Börnin sungu fimm lög við mikinn fögnuð þeirra sem hlýddu á. Að flutningi loknum var þrammað niður á Alþingi og þar tóku söngstjörnu...

Meira

news

Sveitaferð að Bjarteyjarsandi

07. 05. 2019

Í dag fóru börn, foreldrar og starfsfólk í sveitaferð að Bjarteyjarsandi. Eins og áður var ferðin í boði foreldrafélagsins. Þrátt fyrir kuldann lukkaðist ferðin vel. Börnin sáu kindur með nýfædd lömb, geitur, hænsfugla, hesta, hunda og ketti svo eitthvað sé nefnt. Þega...

Meira

news

Danssýning

03. 05. 2019

Í dag var síðasti tíminn sem Dagný danskennari var með fyrir börnin. Það verður að segjast eins og er að á þessum sex vikum sem þau hafa verið að æfa fótafimi hefur þeim tekist vel upp. Tveir elstu árgangarnir voru með danssýningu fyrir foreldrana í lok dagsins.

...

Meira

news

Barnakórinn tók skóflustungu að nýju fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri

03. 05. 2019


Í dag tók barnakórinn okkar, ásamt nokkrum eldri borgurum í Garðabæ og Álftanesi og bæjarfulltrúum, skóflustungu að nýju fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri. Áður en skóflustungan var tekin söng barnakórinn nokkur vorlög. Þetta verkefni fórst þeim vel úr h...

Meira

news

Pétrína hættir á Holti

30. 04. 2019

Í dag hættir Pétrína okkar á Holti og óskum við henni velfarnaðar á nýjum vinnustað. Vonandi eigum við eftir að njóta starfskrafta hennar síðar. Sinisa nýji leikskólakennarinn okkar tekur við hennar stöðu á deildinni

...

Meira

news

Leikskólakennari bætist í hópinn á Hæðarbóli

30. 04. 2019

Í dag byrjaði Sinisa Pavlovic leikskólakennari hjá okkur. Hann verður kennari á Holti og fögnum við því að fá hann í lið með okkur. Sinisa er Serbneskur og útskrifaðist sem leikskólakennari 1986. Hann kom til Íslands 1995 og hefur unnið margvísleg störf meðan hann var að ...

Meira

news

Kynning á blásturshljóðfærum

15. 03. 2019

það má segja að lánið leiki við okkur hér í leikskólanum Hæðarbóli. Í dag koma pabbi Hauks á Holti, hann Albert til okkar og kynnti fyrir öllum börnumum blásturshljóðfæra fjölskylduna við mikinn fögnuð barnanna. Því til viðbótar leyfði hann öllum börnunum að blá...

Meira

news

Öskudagsfjör í leikskólanum

06. 03. 2019

Í dag er búið að vera mikið fjör.Eftir morgunmat var farið í salinni og farið í fjölbreytta og skemmtilega heimatilbúna leiki undir stjórn Óskar. Í framhaldi var kötturinn sleginn úr tunnunni með miklum tilþrifum. Í hádegismat pyslusjoppa sett upp á sal með öllu tilheyran...

Meira

© 2016 - 2019 Karellen