Opið hús

Í tengslum við Listadaga Garðabæjar var opið hús í leikskólanum í dag milli kl. 15.00 og 17.00.
Foreldrum og öðrum velunnurum leikskólans var boðið að skoða listsköpun barnanna í máli og myndum og þiggja veitingar. Börnin okkar sungu nokkur lög undir stjórn Önnu Maríu Sigurjónsdóttur, kórstjóra Barnakórsins og Eva Birgisdóttir og Anna Svanlaugsdóttir spiluðu undir á gítara. Nokkur börn tóku lagið og skemmtu gestu okkar. Furðuskepnurnar sem börnin höfðu unnið í tengslum við Listadagana og voru settar upp á Garðatorgi voru komnar aftur heim í hús og skipuðu veglegan sess í skólanum. Dagurinn í heild sinni gekk vel fyrir sig og þökkum við öllum sem sáu sér fært að koma í heimsókn, fyrir komuna.Vinastund í sal

Í morgun var vinastund í sal þar sem fjallað var um tilfinningarnar, glaður, reiður og leiður. Þá var sett upp leikrit þar sem stefið var umburðarlyndi og þurftu börnin að ígrunda gjörðir leikenda í ljósi þess hvort verið væri að sýna umburðarlyndi og vináttu eður ei. Stundinni lauk á því að syngja og spila vináttulagið. Skemmtilegur og lærdómsríkur morgun í sal.


Vinastund í sal

Í morgun var vinastund í sal þar sem börn og kennara komu saman. Í brennidepli var umræða um vináttu þar sem m.a. var rætt um; til hvers eru vinir, hvað getum við gert þegar við sjáum barn sem er sorgmætt, hvernig líður okkur þegar við erum skilin útundan, hvernig líður okkur þegar einhver meiðir okkur, hvernig líður okkur þegar við segjum eitthvað fallegt við vin okkar, geta orð meitt o.s.frv. Blær bangsi ferðaðist á milli barnanna undir vináttulagi og þegar tónlistin þagnaði tjáði viðkomandi barn sig um vináttuna sem hélt á Blæ þá stundina. Í lok stundarinnar lögðust öll börnin á gólfið og nutu þess að horfa á sápukúlur sem flóðu um salinn.


Mömmu og ömmustund

Við, börn, kennara og annað starfsfólk leikskólans þökkum öllum mömmum og ömmum sem komu í heimsókn í leikskólann í morgunn. Morgunstundin lukkaðist einstaklega. Myndir segja meira en mörg orð en þær lýsa því best hve allir voru glaðir og kátir. Einnig vorum við þakklátar fyrir hversu góðan tíma þær tóku í heimsóknina.

Pabba og afamorgun

Í morgun buðu börnin pöbbum og öfum sínum í heimsókn og sýndu þeim vinnustaðinn sinni. Einnig buðu þau þeim hafragraut, slátur og þorrasmakk, allt til þess að fagna Þorra. Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta. Það mættu ættingar með öllum börnum, með sumum einn, tveir eða þrír. Við þökkum öllum sem mættu í morgun kærlega fyrir komuna og ánægjuleg stund.


Þorrablót

Menning er samofin öllu leikskólastarfi og er það stefna leikskólans að sjá til þess að börnin taki virkan þátt í að móta menningu leikskólans. Einn liður í því að viðhalda menningararfleifðinni er að blóta Þorra. Honum var blótað í dag. Áður höfðum börnin búið til höfuðfat til þess að bera á þessum merka degi. Við borðuðm í skreyttum sal. Borðin voru dekkuð og skreytt og að sjálfsögðum var hefðbundinn þorramatur í boði og sýndist sitt hverjum um þennan ágæta mat. Sum börnin nutu hans meðan önnur hrilltu við honum. Hangikjötið, harðfiskurinn og flatkökurnar runnu þó ljúft niður. Að venju var sungið undir borðum þorralög undir stjórn Önnu á Furuseli. Heilt yfir má segja að allir hafi notið dagsins.


Þrettándagleði

Í morgun sýndu elstu börnin í leikskólanum leikrit um Ólaf Liljurós. Alla vikuna hafa þau verið að undirbúa sýninguna, æfa texta og syngja ljóðið sem og að búa til leikbúningar og leiktjöld. Það verður að segjast eins og er að það var hrein unun að fylgjast með leiklistarhæfileikum þessara ungu barna og við kennararnir vorum afar stoltar og snortin af frammistöðu þeirra. Eftir flutninginn var dansað í kringum jólatréið okkar og því má segja að börnin hafi dansað og sungið jólin út í morgun.

Foreldrakaffi á Víðiseli

það var yndisleg stund sem foreldrar, börn og kennarar áttu saman í morgun. Við þökkum fyrir samverunaBorðhald í matsal

Það má segja að nýja verkefnið í matsalnum fari vel af stað. Það er ótrúlegt að fylgjast með framförum barnanna, þau fara að hlaðborðinu og ná sér í það sem vilja og eru afar samviskusöm í því að fá sér af öllu og smakka það sem þau áður hafa fúlsað við. Við erum á réttri leið með að valdefla börnin ykkar kæru foreldra.

news

Leikhús í tösku

10. 12. 2018

Þórdís Arnljótsdóttir, leikkona kom til okkar í morgun í boði foreldrafélagsins og sýndi leikritið um litla stúlku sem heitir Björt, sem týndist í jólaösinni og var bjargað af gamalli konu. Sú gamla segir henni frá jólunum í gamla daga, fer með þulur og kvæði um Grýlu ...

Meira

news

Aðventukaffi á Hlíð

10. 12. 2018

Í morgun buður börn og kennarar foreldrum í morgunkaffi þar sem var boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma, piparkökur sem þau höfðu bakað, mandarínur og rúnstykki. Eftir að allir höfðu gætt sér á veitingunum var farið í salinn, kveikt á Betlehemskertinu og sungin nokk...

Meira

news

6 ára bekkur Hofsstaðaskóla í heimsókn

04. 12. 2018

6 ára bekkur Hofsstaðaskóla í heimsókn Lýsing Í dag komu nemendur okkar frá því í fyrra í heimsókn og hittu elstu börn leikskólans, þ.e. árgang 2013. Þau áttu góða stund saman, þau tóku í spil og spilað var á sex borðum. Eftir spilin var farið í salinn og nokkur kunn...

Meira

news

Alþjóðadagur barna

20. 11. 2018

Þann 15. mars 2016 var samþykkt á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en þá er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadagur barna.

Á þessum degi er hefð fyrir því að vera með svokallað flæði þar ...

Meira

news

Dagur íslenskrar tungu

16. 11. 2018

Í dag var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur að vanda í leikskólanum með samveru á sal.

Stundin byrjaði á því að Ósk Fossdal aðstoðarleikskólastjóri fór í hlutverk Jónasar Hallgrímssonar. Hún lék hann sem lítinn drengi sem lagði meira á sig að yrkja en...

Meira

news

Forvarnardagur gegn einelti

08. 11. 2018

Í dag er forvarnardagur gegn einelti og í tilefni þess var samvera í sal undir stjórn Önnu Svanlaugs deildarstjóra á Holti. Dagurinn byrjaði á því að börnin á Holti drógu nafn félaga af Hlíð úr nafnapoka og í framhaldi leiddust þau í salinn. Börnin á Hofi voru áhorfendu...

Meira

news

Við læsum útidyrum á Hofi og Holti kl. 16.30

01. 11. 2018

Kæru foreldrara

Af gefnu tilefni lokum við Hofi og Holti kl. 16.30 þegar síðasta vakt á þessum deildum hafa lokið störfum.

Frá og með mánudeginum 5. nóvember verða Hof og Holt lokað kl. 16.30. Þetta þýðir að við læsum útidyrahurðum á þessum deildum kl. 16....

Meira

news

Bleikur dagur, bleikt disko

12. 10. 2018

Í dag var fjör í salnum. Fyrst var hefðbundinn söngstund síðan sýndu elstu börnin dans og í framhaldi var bleikt disko. Miðið fjör og mikið dansað

...

Meira

news

Frábær þátttaka foreldra á kynningarfundi

10. 10. 2018

Í gærkvöldi var kynningarfundur á uppeldis- og menntastarfi komandi starfsárs. Við í leikskólanum þökkum foreldrum fyrir frábæra mætingu og yndisleg stund sem við erum þakkát fyirir. g

...

Meira

news

Foreldrafundur

08. 10. 2018

Foreldrafundur

Kynning verður á vetrarstarfinu þriðjudaginn 9. október kl. 20.00

Dagskrá:

Verkefnisstjórar kynna uppbyggingu námsins í vetur Deildarspjall Önnur mál Aðalfundur foreldrafélagsins Leikskólastjóri ...

Meira

© 2016 - 2018 Karellen