Opið hús

Í tengslum við Listadaga Garðabæjar var opið hús í leikskólanum í dag milli kl. 15.00 og 17.00.
Foreldrum og öðrum velunnurum leikskólans var boðið að skoða listsköpun barnanna í máli og myndum og þiggja veitingar. Börnin okkar sungu nokkur lög undir stjórn Önnu Maríu Sigurjónsdóttur, kórstjóra Barnakórsins og Eva Birgisdóttir og Anna Svanlaugsdóttir spiluðu undir á gítara. Nokkur börn tóku lagið og skemmtu gestu okkar. Furðuskepnurnar sem börnin höfðu unnið í tengslum við Listadagana og voru settar upp á Garðatorgi voru komnar aftur heim í hús og skipuðu veglegan sess í skólanum. Dagurinn í heild sinni gekk vel fyrir sig og þökkum við öllum sem sáu sér fært að koma í heimsókn, fyrir komuna.Vinastund í sal

Í morgun var vinastund í sal þar sem fjallað var um tilfinningarnar, glaður, reiður og leiður. Þá var sett upp leikrit þar sem stefið var umburðarlyndi og þurftu börnin að ígrunda gjörðir leikenda í ljósi þess hvort verið væri að sýna umburðarlyndi og vináttu eður ei. Stundinni lauk á því að syngja og spila vináttulagið. Skemmtilegur og lærdómsríkur morgun í sal.


Vinastund í sal

Í morgun var vinastund í sal þar sem börn og kennara komu saman. Í brennidepli var umræða um vináttu þar sem m.a. var rætt um; til hvers eru vinir, hvað getum við gert þegar við sjáum barn sem er sorgmætt, hvernig líður okkur þegar við erum skilin útundan, hvernig líður okkur þegar einhver meiðir okkur, hvernig líður okkur þegar við segjum eitthvað fallegt við vin okkar, geta orð meitt o.s.frv. Blær bangsi ferðaðist á milli barnanna undir vináttulagi og þegar tónlistin þagnaði tjáði viðkomandi barn sig um vináttuna sem hélt á Blæ þá stundina. Í lok stundarinnar lögðust öll börnin á gólfið og nutu þess að horfa á sápukúlur sem flóðu um salinn.


Mömmu og ömmustund

Við, börn, kennara og annað starfsfólk leikskólans þökkum öllum mömmum og ömmum sem komu í heimsókn í leikskólann í morgunn. Morgunstundin lukkaðist einstaklega. Myndir segja meira en mörg orð en þær lýsa því best hve allir voru glaðir og kátir. Einnig vorum við þakklátar fyrir hversu góðan tíma þær tóku í heimsóknina.

Pabba og afamorgun

Í morgun buðu börnin pöbbum og öfum sínum í heimsókn og sýndu þeim vinnustaðinn sinni. Einnig buðu þau þeim hafragraut, slátur og þorrasmakk, allt til þess að fagna Þorra. Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta. Það mættu ættingar með öllum börnum, með sumum einn, tveir eða þrír. Við þökkum öllum sem mættu í morgun kærlega fyrir komuna og ánægjuleg stund.


Þorrablót

Menning er samofin öllu leikskólastarfi og er það stefna leikskólans að sjá til þess að börnin taki virkan þátt í að móta menningu leikskólans. Einn liður í því að viðhalda menningararfleifðinni er að blóta Þorra. Honum var blótað í dag. Áður höfðum börnin búið til höfuðfat til þess að bera á þessum merka degi. Við borðuðm í skreyttum sal. Borðin voru dekkuð og skreytt og að sjálfsögðum var hefðbundinn þorramatur í boði og sýndist sitt hverjum um þennan ágæta mat. Sum börnin nutu hans meðan önnur hrilltu við honum. Hangikjötið, harðfiskurinn og flatkökurnar runnu þó ljúft niður. Að venju var sungið undir borðum þorralög undir stjórn Önnu á Furuseli. Heilt yfir má segja að allir hafi notið dagsins.


Þrettándagleði

Í morgun sýndu elstu börnin í leikskólanum leikrit um Ólaf Liljurós. Alla vikuna hafa þau verið að undirbúa sýninguna, æfa texta og syngja ljóðið sem og að búa til leikbúningar og leiktjöld. Það verður að segjast eins og er að það var hrein unun að fylgjast með leiklistarhæfileikum þessara ungu barna og við kennararnir vorum afar stoltar og snortin af frammistöðu þeirra. Eftir flutninginn var dansað í kringum jólatréið okkar og því má segja að börnin hafi dansað og sungið jólin út í morgun.

Foreldrakaffi á Víðiseli

það var yndisleg stund sem foreldrar, börn og kennarar áttu saman í morgun. Við þökkum fyrir samverunaBorðhald í matsal

Það má segja að nýja verkefnið í matsalnum fari vel af stað. Það er ótrúlegt að fylgjast með framförum barnanna, þau fara að hlaðborðinu og ná sér í það sem vilja og eru afar samviskusöm í því að fá sér af öllu og smakka það sem þau áður hafa fúlsað við. Við erum á réttri leið með að valdefla börnin ykkar kæru foreldra.

news

Kynning á blásturshljóðfærum

15. 03. 2019

það má segja að lánið leiki við okkur hér í leikskólanum Hæðarbóli. Í dag koma pabbi Hauks á Holti, hann Albert til okkar og kynnti fyrir öllum börnumum blásturshljóðfæra fjölskylduna við mikinn fögnuð barnanna. Því til viðbótar leyfði hann öllum börnunum að blá...

Meira

news

Öskudagsfjör í leikskólanum

06. 03. 2019

Í dag er búið að vera mikið fjör.Eftir morgunmat var farið í salinni og farið í fjölbreytta og skemmtilega heimatilbúna leiki undir stjórn Óskar. Í framhaldi var kötturinn sleginn úr tunnunni með miklum tilþrifum. Í hádegismat pyslusjoppa sett upp á sal með öllu tilheyran...

Meira

news

Sprengidagur/ Leiklistardagur

05. 03. 2019

Í morgun var mikið fjör í salnum. Deildirnar Hof, Holt og Hlíð hafa verið að æfa atrið til þess að sýna á þessum merka degi. Börnin á Hofi sungu indjánalagið fyrir skólasystkini sín. Holt flutti dansinn MAGARENA sem þau hafa verið að æfa undir stjórn Pétrínu og Hlíð...

Meira

news

Leikskólakennaranemar í starfsnámi

04. 03. 2019

Í dag byrjuðu þær Berglind og Hjördís, leikskólakennaranemar á fyrsta ári í leikskólakennarafræðum í starfsnámi hér í leikskólanum og verða hér næstu þrjár vikurnara. Hjördís verður á Holti hjá Önnu og Berglind á Hlíð hjá Möggu. Til vinstri á myndinni er Bergli...

Meira

news

Konudagskaffi

25. 02. 2019

Mömmur og ömmur fjölmenntu í konudagskaffi með börnum og barnabörnum í morgun. Það má segja að stemningin hafi verið góð og engin að flýta sér sem helgast kannski af því að við buðum í konudagskaffið á öðrum tímum en aðrir leikskólar og ömmur þurftur ekki að ski...

Meira

news

DAGUR LEIKSKÓLANS, ljósaganga og ljóslaus dagur

06. 02. 2019

Í morgun var ljósaganga í garðinum þar sem aðstæður leyfðu ekki lengri göngu næsta nágrenni eins og hefðin hefur sagt til um. Það sem skipti klárlega mestu máli var samvera barna og foreldra og virtust allir njóta þess að fara í stutta göngu um garðinn og fá sér heitt ka...

Meira

news

Dagur stærðfræðinnar

01. 02. 2019

Í dag er dagur stærðfærðinnar. Á öllum deildum voru í boðið stærðfræðiverkefni við hæfi allra barna. Þegar börnin höfðu klárað eitt verkefnið tóku þau til við það næsta. Átján mismunandi verkefni voru í boðið sem börnin glímdu við og hér á myndunum má sjá...

Meira

news

Nýr starfsmaður á Hlíð

01. 02. 2019

Í dag byrjaði Sigríður Kragh Hansdóttir á Hlíð. Við fögnum henni og það er alltaf frábært að fá til starfa starfsmenn sem hafa reynslu af vinnu með börnum. Sigga eins og hún er kölluð hefur verið hjá okkur áður en þá í afleysingu.

...

Meira

news

Pabba og afamorgun

29. 01. 2019

Í morgun fylltist leikskólinn af pöbbum og öfum sem komu til þess að snæða þorramat með börnum og barnabörnum. Við erum sannfærð um að allir hafi notið stundarinnar og eitt er víst að flestir gáfu sér góða tíma til þess að spjalla og skoða skólann með börnunum. Á m...

Meira

news

Starfsmannabreytingar

25. 01. 2019

Kæru foreldrar og aðrir áhugasamir um fréttir okkar. Ykkur til upplýsingar, þá er hún Anna Dís okkar á Hlíð komin í 5 vikna frí. Hún er farin til Indlands í jógakennaranám. Við óskum henni velfarnaðar og hlökkum til þess að fá hana til baka til og fáum vonandi að njót...

Meira

© 2016 - 2019 Karellen