Bangsadagur

Í morgun komu börnin með bangsana sína eða annað mjúkt dýr í leikskólann. Síðan komum allir saman í salnum og sungu bangsalög eins og Bangsi minn úr Dýrunum úr Hálsaskógi og vinasönginn. Síðan voru bangsadansar dansaðir við mikla gleði eins og myndirnar sýna sem fylgir fréttinni

Dagur margbreytileikans

Í dag komu börnin saman í salnum og máluðu margskonar myndir í tilefni margbreytileikans. Hér koma nokkrar myndir í tilefni vinnunnar.
Borðhald í matsal

Það má segja að nýja verkefnið í matsalnum fari vel af stað. Það er ótrúlegt að fylgjast með framförum barnanna, þau fara að hlaðborðinu og ná sér í það sem vilja og eru afar samviskusöm í því að fá sér af öllu og smakka það sem þau áður hafa fúlsað við. Við erum sannfærð um að við séum á réttri leið með að valdefla börnin ykkar kæru foreldra.

news

Tónlist

14. 11. 2019

Tónlist hjá elstu börnunum í dag þar sem þau skiptast á að spila ,,Krummi krúnkar úti" á bjöllur.

...

Meira

news

Dagur gegn einelti

08. 11. 2019

Föstudagssalur í dag var tileinkaður degi gegn einelti. Við ræddum saman um hvað einelti er og hvernig það birtist börnunum. Við horfðum saman á valda kafla úr söngleiknum ,,Ávaxtakarfan" þar sem börnin upplifðu sannkallað einelti og sáu einnig hvað það skiptir miklu máli...

Meira

news

Breytingar á starfsmannahaldi

01. 11. 2019

Það hafa orðið nokkrar breytingar á kennaraliðinu okkar og öðru starfsfólki á haustmánuðum. Ástæðan helgast ekki síst af því að við vorum að bíða eftir að kennurum sem voru að leysa sig úr öðrum störfum.

Anna Svanlaugs tók við aðstoðarleikskólastjórastö...

Meira

news

Hrekkjavaka

30. 10. 2019

Í dag tókum við forskot á sæluna og voru með litla hrekkjavöku en eins og þið vitið þá er hrekkjavakan sjálf 31. okt. Börnin höfðu föndrað hrekkjavökudót sem þau skreyttu salinn með og svo var haldið ball í salnum þar sem dansað var stíft. Það var búið til draugah...

Meira

news

Sögustund í Þjóðleikhúsinu

23. 10. 2019

Í dag fóru elstu börn skólans í Þjóðleikhúsið að sjá íslenska leikritið ,,Ómar orðabelgur". Á þessari sýningu slógust börnin í för með Ómari orðabelg í leit að uppruna orðanna.

...

Meira

news

Verndum þau

17. 10. 2019

Í tilefni af forvarnaviku Garðabæjar ,,Vinátta er fjársjóður" hefur Eva sérkennslustjóri verið með forvarnarfræðslu fyrir tvo elstu árganga leikskólans. Fræðslan er byggð á bókinni „Þetta eru mínir einkastaðir “.

Markmið fræðslunnar er að vekja börnin til u...

Meira

news

Vinátta er fjársjóður

16. 10. 2019

Í tilefni af forvarnaviku Garðabæjar fóru börn og starfsfólk í samstöðugöngu þar sem við minntum okkur á að samvera og umhyggja er fjársjóður.

...

Meira

news

Vinnustund í náttúruvísindum

30. 09. 2019

Það var mikill áhugi meðal barnanna í vinnustund í náttúruvísindm í morgun. Myndir segja meira en mörg orð, sjá fleiri myndir í Karellen appinu.

...

Meira

news

Óvæntir gestir í heimsókn

17. 09. 2019

Við fengum góða gesti á skipulagsdaginn sem færðu okkur þessa líka dýrindis hnallþóru. Þær mægður, Elva María, Hulda Kristín fyrrverandi nemendur hér og móðir þeirra Súsanna. Við þökkum þeim fyrir samfylgdina á síðustu árum og óskum okkar fyrrverandi nemendum góð...

Meira

news

Ævintýraferðir

06. 09. 2019

Í síðustu viku fór Sinisa í ævintýraferð með gula, rauða og græna hóp. Meðal þess sem þau gerðu í ferðunum var að tíma blóm sem verða pressuð. Þau fóru líka í veiðiferðir og einn hópurinn veiddi fiskJ. Sjá myndir hér að neðan.


...

Meira

© 2016 - 2020 Karellen