Samstarf leik- og grunnskóla

Tengsl leikskóla og grunnskóla eru samstarfsverkefni barna, foreldra og kennara. Tengiliðir Hæðarbóls og Hofsstaðaskóla gera áætlun um samstarf að hausti, með endurskoðun að vori ár hvert. Í október hefjast heimsóknir leikskólabarna til þess að kynnast umhverfi Hofsstaðaskóla, skólahúsnæðinu, bókasafni skólans, íþróttahúsinu og skólalóðinni. Börnin kynnast Regnboganum, tómstundaheimili skólans, taka þátt í viðburðum, samsöng og samveru á sal. Í desember heimsækja nemendur á yngsta stigi Hofsstaðaskóla Hæðarból, taka þátt í jólasöngstund í sal og útiveru. Í janúar taka börn á Hæðarbóli þátt í verkefnavinnu þar sem ákveðið þema er í boði með fyrsta bekk Hofsstaðaskóla. Börnin á Hæðarbóli heimsækja Regnbogann í febrúar og kynnast starfinu sem þar fer fram og er þeim boðið í hádegismat í Hofsstaðaskóla. Í apríl skrá foreldrar börnin sín í þann skóla sem þau koma til með að sækja að hausti.

Tengsl við næsta skólastig og nærumhverfi birtist í því að

  • Økennarar skólanna gera starfsáætlun milli skólastiganna um samstarfið
  • Øbörn á báðum skólastigum taka þátt í viðburðum á báðum skólastigum
  • Øleikskólabörnin taka þátt í verkefnavinnu með grunnskólabörnum
  • Økennarar grunnskólans og kennarar leikskólans meta samstarfið í lok skólaársins
© 2016 - 2019 Karellen